Færsluflokkur: Bloggar

Svona erum við

Niðurstöður könnunarinnar um launamun kynjanna í gær voru algjör bömmer, blaut tuska í andlitið, löðrungur með fisksporði......náiði þessu.  Fréttir af þessum niðurstöðum voru fyrir mig eiginlega þunglyndisvaldandi. Að þessi svokallaði "óútskýrði " launamunur kynjanna sé bara kominn úr  höfðinu á okkur öllum.  Að konur séu bara einfaldlega á vinnumarkaðinum minna virði (í krónum og aurum) heldur en karlar.....þetta er auðvitað ömurlegt.  En þessar hugmyndir okkar um það hvers virði við erum á vinnumarkaði koma auðvitað einhversstaðar frá, þetta attitúd er ekki innbyggt í heilann á okkur, heldur afsprengi samfélagsgerðarinnar sem við höfum skapað/valið okkur. Markaðslögmálin ráða í samfélaginu okkar og útfrá þeim lögmálum er þessi afstaða ofur eðlileg......skýring: þú veist eða hefur tilfinningu fyrir verðlagi og veist þ.a. l. að verðið á vinnu kvenna er lægra en á vinnu karla.....þú hefur "viðskiptavit" og ert þannig ekkert að borga meira en markaðsverð fyrir hlutina.

En það er líka ömurlegt að fá staðfestingu á því (sbr. markaðslögmálin þá var þetta vitað) að fyrirtæki gefa skít í samfélagslega ábyrgð, mismunun útfrá kynferði etc.  Að spá ekki í þessa hluti er sem sagt ekki hagsmunir fyrirtækjanna............þetta er náttúrulega alveg ótrúleg þröngsýni og segir manni hvað viðskiptamenn á Íslandi eru,  þrátt fyrir bigurbarkalegt tal um útrás og alþjóða-eitthvað , bara húkandi á sinni þúfu.


Think pink

Bleikar kveðjur í tilefni dagsins.   Er í skærbleikri skyrtu í dag.  Ef þú gleymdir að klæðast bleiku ....... geturðu bara rekið útúr þér tunguna......við erum öll bleik að innan.


Sögur sagðar

Michael White var á Íslandi í vikunni. Ég var  svo heppin að taka þátt í "workshop" sem hann hélt og var það dýrmæt reynsla. Maðurinn er ótrúlega frábær í sinni vinnu með fólk í vanda og reyndar í allri afstöðu sinni til samfélagsins alls. Hann hefur í gegnum árin þróað svokallaða söguaðferð í fjölskyldumeðferð þar sem unnið er eftir ákveðnu kerfi í því að grafa upp sögur og atvik í lífi fólks sem hjálpar því í að skilgreina sjálfsmynd sína það vel að hún verður öruggur grunnur í tilveru fólks. Hluti af aðferð hans er að breyta valdahlutfallinu sem oft er við líði á milli skjólstæðings og ráðgjafa/sálfræðings þ.e. að ráðgjafinn viti hvað er skjólstæðingnum fyrir bestu etc. Hann segir viðhorf sitt í viðtölum vera  eins og rannsóknarblaðamanns sem vinnur að því að afhjúpa hlutina. Of langt mál væri að lýsa aðferðum hans í smáatriðum en hann hefur ritað nokkrar bækur um aðferðir sínar þar sem hægt er að kynna sér þær ítarlega.

Maðurinn er heilmikill hugsuður og hefur m.a. þróað aðferðir sínar út frá kenningum bókmenntafræðinnar og menningarlegrar mannfræði. Ein af niðurstöðum hans er að menningin sé eitt þeirra atriða sem hefur áhrif á geðheilsu manna.......kannski common sense en mér finnst athygli vert að spá í það að ímyndaðar raddir í höfði geðklofa-sjúklinga í Ástralíu eru öðruvísi  heldur en þær eru t.d. í Afríku ......sem sagt þær koma úr menningunni. Michael segist vinna með fólki með geðklofagreiningu til að hjálpa þeim að henda röddunum aftir útí menninguna (throw the voices back into the culture). Hljómar svolítið skrýtið en........

kannski erum við öll með einhverjar raddir í höfðinu, sem koma úr menningu líðandi stundar. Dæmi: ég er örugglega aumingi af því að ég á ekki eins mikla peninga og Björgólfur Thor! Er ég ekki skrýtin að vilja ekki eiga 4 milljóna króna jeppa!

Ég ætla hér með að henda þessum röddum aftur til föðurhúsana.

Það er gott að vera "öðruvísi", fjölbreytileiki er málið..................ekki einsleitni.

 


Raunveruleiki og skáldskapur

Horfði á mynd á stöð2 í gærkvöldi sem var mjög átakanleg. Umfjöllunarefnið var mansal....eitt ömurlegasta fyrirbæri nútímans. Ég er nú orðin það gömul (lesist þroskuð) að ég hef fyrir löngu lært að raunveruleikinn er yfirleitt miklu svæsnari heldur en skáldskapurinn og var það ein ástæða þess að ég var svona slegin yfir þessari mynd.......sem sagt ég tel mig vita að raunverulegar sögur þeirra sem lenda í þessu séu heldur verri en þær sem voru sagðar í þessari mynd.  Seinni hluti myndarinnar er á dagskrá í kvöld.

Að blogga eða blogga ekki !

Niðurstaða dagsins er að ég er e.t.v. haldin bloggstíflu (sbr. ritstífla).  Veit bara ekki hvað ég á að blogga um. Les auðvitað slatta af bloggi á hverjum degi og máta ýmsar hugmyndir við mig. Bloggarar eru augljóslega afar fjölbreyttur flokkur hvað varðar umfjöllunarefni. Sumir blogga bara um fréttir á mbl, sumir standa í hálfgerðum ritdeilum, aðrir rekja sitt daglega líf (oft af mikilli ástríðu) og enn aðrir eru með heimspekilegar pælingar eða mataruppskriftir. 

En hvað er þess virði að blogga um ? Jú, jú...reykingabannið er áhugavert, svona út frá prinsip-sjónarmiði, þ.e. hvað á að ganga langt með þessar reglur allar sem við eigum að fara eftir ? Margar fréttir fjölmiðla eru líka þess virði að blogga um þær.........en kannski skiptir efnið ekki neinu máli heldur það að vera til og að aðrir viti af því.....að fá viðbrögð á skoðanir sínar og pælingar.

Niðurstaða: ég blogga og þess vegna er ég til. 


Lítil börn / Little Children

Það gerist ekki svo oft nú orðið að ég ramba á almennilega mynd á vídeóleigunni en þó  um daginn þegar ég leigði myndina "Litttle Children"

Þetta er annsi glúrin kvikmynd um það sem e.t.v. er hægt að kalla venjulegt fólk, þó svo að það sé í raun ekki til neitt venjulegt fólk. Á bak við þeirra venjulegu, settlegu tilveru  fáum við að sjá persónur sem eru ekki að höndla lífið eins vel og virðist við fyrstu sín.  Það er heilmikið drama í gangi milli persónanna, sem eru afar vel skrifaðar og leiknar (Kate Winslet,  Peter Wilson, Jennifer Connelly og fl.), en það verður samt aldrei þunglyndisvaldandi eða tóm eymd eins og of oft gerist í kvikmyndum/sögum. Vandræði og tilfinningar persónanna eru  kómískar um leið og þær eru dramatískar,  og það hjálpar til við að gera aðstæður og atburði raunverulega. Lífið í úthverfum borga N-Ameríku er nákvæmlega svona......þó svo að ekki sé nú aksjónin sú sama hjá hinni dæmigerðu húsmóður/húsföður í úthverfi eins og hjá parinu í myndinni.  Allavega finnst mér ég hafa kynnst öllum þessum persónum þegar ég bjó í N-Ameríku á 10. áratugnum.

Söguþráður: Kona og karl, bæði gift og bæði í hundleiðinlegum hjónaböndum, kynnast og hefja ástarsamband. Hvorugt virðist vera á réttum stað í lífinu; karlinn upplifir sig sem misheppnaðan og kúgaðan af eiginkonu sinni, og konar er einhvernveginn týnd á milli móðurhlutverksins og menntakonunnar.  Þau búa í ægilega settlegu típísku úthverfi/smábæ og eru bæði heimavinnandi þ.e. heima með barn og heimili. Inn í söguna fléttast svo nokkrir léttgeggjaðir karakterar s.s. barnaníðingur, lögga í endurhæfingu og fl. Ég vil ekki segja meira um það hvernig söguþráðurinn þróast, fyrir þá sem eiga eftir að sjá myndina.

En hvað skyldi svo þessi mynd eftir. Jú....í mínu tilfelli þá var ég minnt á það hvað við (sem teljum okkur vera fullorðin og ábyrg) erum í raun og veru miklir krakkar og höldum áfram að haga okkur þannig þó að fullorðin séu. Við hættum ekki að hafa þörf fyrir athygli, ástríður, viðurkenningu og ást þó að við "fullorðnumst". 


Ég sem trjátegund

Hvort sem við erum tilbúin að viðurkenna það eða ekki þá höfum við öll gríðarlegan áhuga á því hvernig aðrir sjá okkur. Augljóslega notum við afar misjafnar aðferðir til að komast að því hvernig við komum öðrum fyrir sjónir og oftast fáum við einhverja vitneskju um þetta þegar við erum alls ekki að leita eftir henni.....við drögum ályktanir af hegðun annara og ákveðum útfrá því hvernig við komum þeim fyrir sjónir.

En það er líka hægt að ástunda ýmsar æfingar sem hafa það að markmiði að kanna þessa hluti. Ég tók eina slíka um daginn. Þetta er leikur sem gengur út á það að reyna að þekkja einhverja manneskju útfrá því hvernig aðrir lýsa henni sem einhverju fyrirbæri. Sá sem "er hann" yfirgefur hópinn á meðan hinir ákveða hverjum á að lýsa. Svo fær hann að spyrja hópinn spurninga til að reyna að komast að því hverjum er verið að lýsa. Þetta geta verið spurningar eins og:  ef hún (manneskjan) væri tölvuleikur, hvaða leikur væri hún ?  hvaða trjátegund er hún ?  ef hún væri garður, hvernig væri sá garður ?   Og svörin geta verið:  ef hún væri tölvuleikur væri hún "GrandTheftAuto" vegna þess að hún er agressíf, lævís og nær sinu fram með ofbeldi og yfirgangi.  Hún er íslenskt birki vegna þess að hún er falleg, mjúk að innan og þrífst í köldu loftslagi. Ef hún væri garður væri hún japanskur garður þar sem alltaf er núna í blóma, en þarfnast mikils viðhalds og vinnu til að geta verið svona fallegur.

Ég mæli með þessum leik, en Þeir sem taka þátt í svona leik þurfa að þekkjast vel og ekki gleyma að aðgát skal höfð í nærveru sálar.

 


Er hægra megin, eftir allt saman !

Thorbjorg, you are Right-brained

Most right-brained people like you are flexible in many realms of their lives. Whether picking up on the nuances of musical concerto, appreciating the subtle details in a work of art, or seeing the world from a different perspective, right-brained people are creative, imaginative, and attuned to their surroundings.

People probably see your thinking process as boundless, and that might translate to your physical surroundings as well. Some people think of you as messier than others. It's not that you're disorganized, it's just that you might use different systems to organize (by theme, by subject, by color). Straight alphabetization and rigidly ordered folders are not typical of right-brained behavior.

You are also more intuitive than many. When it comes to reading literature, you probably prefer creative writing or fiction over nonfiction. And when it comes to doing math, you might find you enjoy geometry more than other forms like algebra.

 



Þöggun kvenna ?

Þegar Ásta Möller var spurð í sjónvarpinu í gær hvort að konur í þingflokki sjálfsstæðisflokksins hefðu mótmælt því að ekki væru fleiri konur í ráðherrasætum flokksins sagði hún að það væri ekki hefð fyrir því ...... þ.e. mótmælunum......... og ég gat ekki betur séð en að hakan á henni væri skjálfandi.

Hvað dettur manni/konu í hug ? 

 


Brotalöm

Sá í gær kvikmyndina Fracture; spennumynd frá USA með Ryan Gosling og Anthony Hopkins. Myndin hefur fengið góða dóma og þess vegna var ég forvitin að sjá hana. Íslensku þýðinguna á titlinum fékk ég frá manninum sem var á undan mér í miðaröðinni, honum Pedro Riba, hvers móðurmál er spænska.  Þar varð 100% aukning á aðilum sem tilheyra hópnum "útlendingar sem tala betri íslensku en ég"  en Volli var þar einn fyrir. 

Brotalöm/Fracture er ekki versta mynd sem ég hef séð, en engann veginn með þeim betri.  Leikararnir reyndar fínir en það var handritið og e.t.v. leikstjórnin sem var ekki alveg nógu þétt. Ég (miðaldra, þreytt og utanviðsig kona á ísköldu mánudags-vorkvöldi)  gat mér til um lausn gátunnar strax á fyrsta korterinu og fékk svo staðfestingu á ágiskun minni í atriðinu sem var undanfari lausnarinnar.......sem sagt allt of fyrirsjáanlegt.  Sennilega er ég búin að sjá of margar lögfræði-spennumyndir og kann þetta meira og minn autanað, en svo var þetta bara einfaldlega frekar léleg mynd.  Þó var einn dálítið smellinn punktur í handritinu en það var val vonda kallsins á einu fórnarlambinu  (ungi duglegi lögfræðingurinn) en það sagði hann vera þá staðreynd að ungi lögfræðingurinn vildi vinna öll sín mál (a winner)  en í  þessu samhengi virkaði það sem veikleiki.  Þannig er það nefnilega oft í raunveruleikanum þ.e. styrkleiki getur einnig verið veikleiki.  Ég er t.d. mjög jarðbundin.......sem er oftast gott og mikill styrkur......en getur líka verið veikleiki, í vissu samhengi.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband