Lítil börn / Little Children

Það gerist ekki svo oft nú orðið að ég ramba á almennilega mynd á vídeóleigunni en þó  um daginn þegar ég leigði myndina "Litttle Children"

Þetta er annsi glúrin kvikmynd um það sem e.t.v. er hægt að kalla venjulegt fólk, þó svo að það sé í raun ekki til neitt venjulegt fólk. Á bak við þeirra venjulegu, settlegu tilveru  fáum við að sjá persónur sem eru ekki að höndla lífið eins vel og virðist við fyrstu sín.  Það er heilmikið drama í gangi milli persónanna, sem eru afar vel skrifaðar og leiknar (Kate Winslet,  Peter Wilson, Jennifer Connelly og fl.), en það verður samt aldrei þunglyndisvaldandi eða tóm eymd eins og of oft gerist í kvikmyndum/sögum. Vandræði og tilfinningar persónanna eru  kómískar um leið og þær eru dramatískar,  og það hjálpar til við að gera aðstæður og atburði raunverulega. Lífið í úthverfum borga N-Ameríku er nákvæmlega svona......þó svo að ekki sé nú aksjónin sú sama hjá hinni dæmigerðu húsmóður/húsföður í úthverfi eins og hjá parinu í myndinni.  Allavega finnst mér ég hafa kynnst öllum þessum persónum þegar ég bjó í N-Ameríku á 10. áratugnum.

Söguþráður: Kona og karl, bæði gift og bæði í hundleiðinlegum hjónaböndum, kynnast og hefja ástarsamband. Hvorugt virðist vera á réttum stað í lífinu; karlinn upplifir sig sem misheppnaðan og kúgaðan af eiginkonu sinni, og konar er einhvernveginn týnd á milli móðurhlutverksins og menntakonunnar.  Þau búa í ægilega settlegu típísku úthverfi/smábæ og eru bæði heimavinnandi þ.e. heima með barn og heimili. Inn í söguna fléttast svo nokkrir léttgeggjaðir karakterar s.s. barnaníðingur, lögga í endurhæfingu og fl. Ég vil ekki segja meira um það hvernig söguþráðurinn þróast, fyrir þá sem eiga eftir að sjá myndina.

En hvað skyldi svo þessi mynd eftir. Jú....í mínu tilfelli þá var ég minnt á það hvað við (sem teljum okkur vera fullorðin og ábyrg) erum í raun og veru miklir krakkar og höldum áfram að haga okkur þannig þó að fullorðin séu. Við hættum ekki að hafa þörf fyrir athygli, ástríður, viðurkenningu og ást þó að við "fullorðnumst". 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Er bara búin að lesa bókina.... en ætla deffinettlí að sjá myndina ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 30.5.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Eva, það væri gaman að heyra hvor þér finnst betri - myndin eða bókin.

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 31.5.2007 kl. 08:19

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Eftir þessa lesningu bara verður maður að sjá myndina. Ég elska antihetju myndir og þetta sambland af kó - og dramatík sem þú lýsir. Ég lýsi því reyndar vikulega yfir að NÚ sé ég hætt að horfa á amerískar myndir, en það eru alltaf undantekningar.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.5.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband