Sögur sagðar

Michael White var á Íslandi í vikunni. Ég var  svo heppin að taka þátt í "workshop" sem hann hélt og var það dýrmæt reynsla. Maðurinn er ótrúlega frábær í sinni vinnu með fólk í vanda og reyndar í allri afstöðu sinni til samfélagsins alls. Hann hefur í gegnum árin þróað svokallaða söguaðferð í fjölskyldumeðferð þar sem unnið er eftir ákveðnu kerfi í því að grafa upp sögur og atvik í lífi fólks sem hjálpar því í að skilgreina sjálfsmynd sína það vel að hún verður öruggur grunnur í tilveru fólks. Hluti af aðferð hans er að breyta valdahlutfallinu sem oft er við líði á milli skjólstæðings og ráðgjafa/sálfræðings þ.e. að ráðgjafinn viti hvað er skjólstæðingnum fyrir bestu etc. Hann segir viðhorf sitt í viðtölum vera  eins og rannsóknarblaðamanns sem vinnur að því að afhjúpa hlutina. Of langt mál væri að lýsa aðferðum hans í smáatriðum en hann hefur ritað nokkrar bækur um aðferðir sínar þar sem hægt er að kynna sér þær ítarlega.

Maðurinn er heilmikill hugsuður og hefur m.a. þróað aðferðir sínar út frá kenningum bókmenntafræðinnar og menningarlegrar mannfræði. Ein af niðurstöðum hans er að menningin sé eitt þeirra atriða sem hefur áhrif á geðheilsu manna.......kannski common sense en mér finnst athygli vert að spá í það að ímyndaðar raddir í höfði geðklofa-sjúklinga í Ástralíu eru öðruvísi  heldur en þær eru t.d. í Afríku ......sem sagt þær koma úr menningunni. Michael segist vinna með fólki með geðklofagreiningu til að hjálpa þeim að henda röddunum aftir útí menninguna (throw the voices back into the culture). Hljómar svolítið skrýtið en........

kannski erum við öll með einhverjar raddir í höfðinu, sem koma úr menningu líðandi stundar. Dæmi: ég er örugglega aumingi af því að ég á ekki eins mikla peninga og Björgólfur Thor! Er ég ekki skrýtin að vilja ekki eiga 4 milljóna króna jeppa!

Ég ætla hér með að henda þessum röddum aftur til föðurhúsana.

Það er gott að vera "öðruvísi", fjölbreytileiki er málið..................ekki einsleitni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Góð pæling!

Eva Þorsteinsdóttir, 14.6.2007 kl. 05:01

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábært, Bobba. Tölum saman um þetta næst þegar við hittumst. Þetta er auðvitað eitt af mínum uppáhaldsumræðu - og umhugsunarefnum.

Faðm af Bryggjunni (smá salt og mávagarg...)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.6.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband