Færsluflokkur: Bloggar
24.9.2007 | 22:49
Víða er valtað yfir mann/konu.
Mér var dálítið misboðið í gær þegar ég brá mér í bíó n.t.t. í Sambíó. Búið var að færa miðasöluna úr hinu hefðbundna miðasölu-boxi og yfir í sælgætissjoppuna, þannig að versla sér miða tekur mikið lengri tíma nú en áður. Þetta hlýtur að vera gert til þess að spara starfskrafta, s.s. borga minni laun. Það er ekki hleypt inní bíósalinn fyrr en kl. 8 (myndin er auglýst sýnd kl. 8) sem einnig hlýtur að vera gert til að samnýta starfskrafta og þ.a.l. borga minni laun. Sýningarsalurinn var heldur subbulegri í gær heldur en fyrir 2 vikum þegar ég fór síðast í bíó. Þrátt fyrir teppi á gólfum liggur við að maður límist við gólfið í hverju spori vegna storknaðra gos-polla. Þegar maður er loks sestur í sætið, lafmóður eftir að hafa drifið sig svo rosalega við kaup á miða og poppi og kóki í tæka tíð, þá er bara dritað yfir mann auglýsingum næstu 5-7 mínúturnar og poppið búið þegar myndin sjálf byrjar. Og allt snýst þetta sennilega um peninga.....að græða meira.
Persónulega held ég að Árni Samúelsson, eða sá sem á Sambíóin núna, sé alveg nógu ríkur. Ég vil hækka standardinn á umgjörðinni um þetta mjög svo merkilega og menningarlega fyribæri : að fara í bíó. Mér finnst nær að röfla um þetta hér á netinu heldur en vera hundfúl við þessar 15 ára gömlu stelpur sem vinna í bíóunum.....og hananú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2007 | 20:29
Viðbrögð við gagnrýni verð gagnrýni ?
Það vakti athygli mína í Kastljósi í kvöld að vegamálastjóri fór ekki í vörn og þrætti ekki fyrir þau mistök sem hans stofnun virðist hafa gert varðandi Grímseyjarferjuna. Hann sagðist bera ábyrgðina og ætla að taka tillit til þeirra alvarlegu athugasemda sem komu fram í skýrslu um málið.
Athygli mín var vakin vegna þess að það er svo langt síðan ég hef heyrt einhvern embætttismann, eða nokkurn mann með völd tala svona. Það sem maður er vanur er að það er farið í vörn, stokkið íniðrí skotgrafir; hótað málsókn eða krafist rannsókna þegar einhver leyfir sér að gagnrýna hlutina. Mér dettur í hug dæmi s.s. þegar neytendasamtökin könnuðu verðlagninguna hjá Bónus og fleirum eða þegar einhver leyfir sér að gagnrýna verk Björns Bjarnasonar....
.....bara svona pæling.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.8.2007 | 22:32
Grýla lifir.
Ég dreg ekki sannleiksgildi þessarar fréttar í efa en ég virðist aldrei detta um neinar fréttir frá Íran, eða um Íran nema í þessum dúr. Siðasta frétt sem ég sá á mbl eða í Mogganum um Íran var frétt um að dauðadómi yfir einhverju fólki hafði verið framfylgt í Íran. Það er einhver grýlu-lykt af þessu.......rússagrýla, íslamgrýla.
Umbótasinnuðu dagblaði lokað í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.7.2007 | 23:55
Alvöru gervigreind
Íslenskur hugbúnaður sigraði í keppni alhliða leikjaforrita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.7.2007 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2007 | 19:38
Factotum
Þessi mynd þótti mér forvitnileg í rekkanum á vídeóleigunni, þó ekki væri nema fyrir titilinn - sem mér finnst svalur.
Factotum is an old word meaning a general servant or a person having many diverse activities or responsibilities. It was made from the Latin command (imperative construction) fac totum ("do/make everything").
Þessi mynd er amerísk en samt verulega óamerísk (þó engar kommaofsóknir). Þarna er á ferð handrit gert eftir skáldsögu Charles Bukowski, þar sem hann er sagður vera að skrifa um sitt "alter-ego" nefnilega Hank Chinaski, sem Matt Dillon leikur af heilmikilli fagmennsku. Ekki hef ég samanburð við bókina en Bukowski hefur að mínu mati sans fyrir áhugaverðum titlum á bókum sínum, dæmi: Ham on Rye, Notes of a Dirty Old Man, Love is a Dog from Hell: Poems.
Myndin fjallar um drykkfelldan rithöfund. Metnaður hans í lífinu tengist ritstörfunum og svo drykkjunni, reyndar er drykkjan sennilega ofar á lista heldur en ritstörfin. Hann á erfitt með að sjá fyrir sér og halda vinnu, uppá íslensku væri óhætt að segja að hann drekki allt frá sér. Ýmislegt dreifir einbeitingu hans, frá ritstörfunum, aðallega þó drykkjan en einnig kvenfólk og fjárhættuspil.
Matt Dillon er góður í aðalhlutverkinu. Það kemst vel til skila að Hank Chinaski sér ekki mikinn tilgang í neinu nema þá helst að skrifa og svona rétt að halda lífi. Þetta er túlkað bæði í gegnum textann en ekki síður í gegnum látbragðið og hreyfingarnar. Göngulag og hreyfingar Hanks eru með því allra þreyttasta og kæruleysislegasta sem sést hefur og svo er passað uppá að draga aðeins úr því hvað Dillon er myndarlegur með förðuninni (er gerður rauður og þrútinn eins og alvöru fyllibitta) og út kemur mjög sannfærandi "glataður snillingur".
Það sem er hrífandi við þessa mynd er að hún nær einhvern veginn að koma til skila hversu afstæð lífsbaráttan er. Upp í hugann kemur bloggið hans Jóhanns bloggvinar míns um hvers vegna fólk mótmælir og hvort það sé einhvers virði. Það hlýtur alltaf að vera afstætt hvað sé þess virði að eyða tíma sínum í og eins margar útgáfur af verðmætamati lífsins eins og það eru einstaklingar. Það eru nefnilega bara til kenningar um mannlegt eðli.....engar staðreyndir. Og hver hefur svo sem rétt til að dæma einn eða neinn......sá hinn sami er þá ekki kominn langt með æðruleysið.
En ef þið eruð að leita að mynd til að hressa ykkur við skulið þið ekki horfa á þessa. Melankólían hressir ekki en það er ágætis bragð af óvenjulegheitunum.
Eftir mikið sólskyn er þunglyndisleg rigning alveg ómetanleg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.7.2007 | 14:06
The Departed
Martin Scorsese hefur gert margar góðar myndir en þessi er sú sem höfðar mest til mín. Mér fannst reyndar athygli vert að lesa það einhversstaðar að þetta væri "strákamynd". Það er gott að vera tengd sinni karllægu hlið jafnt og sinni kvenlægu, því að mér finnst þær myndir sem oft eru flokkaðar sem "stelpumyndir" líka oft bæði skemmtilegar og vitrænar.
Aðalleikarar í The Departed eru Leonardo DiCaprio, Jack Nicholson, Matt Damon og með þeim eru svo nokkrir úrvalsleikarar sem hjálpa til að gera úr þessu mjög góða ræmu. Ég sé engan tilgang í því að rekja söguþráð myndarinnar hér en hún fjallar um glæpona og löggur sem allir eru að reyna að ná í skottið á hvor öðrum, þið verðið bara að sjá myndina. Reyndar er þetta endurgerð á Hong Kong myndinni Internal Affairs frá 2002 (leikstjórar Andrew Lau og Alan Mak) , en hana hef ég ekki séð og hef því ekki samanburðinn.
Atburðarásin mynnir á klassískan harmleik eða sögu úr grískri goðafræði og getur að mínu mati kallast dæmisaga - það er allavega alveg hægt að taka þann pól. Þetta getur allavega verið klassísk saga sem hefur verið sögð milljón sinnum og fær mann til að hugsa um uppruna, tryggð, traust/vantraust og tilgang lífsins etc. Að fjalla um þessa hluti í svona löggumynd þar sem allir eru rosa ófullkomnir og mannlegir er mjög flott. Tvær af aðalpersónum myndarinnar lifa tvöföldu lífi og gengur það mjög nærri þeim og ruglar þá í ríminu. Út frá því getur maður spurt sig hvort að til sé nokkurt líf sem sé einfalt (þ.e. ekki tvöfalt) og hvort til sé einhver "rétt" sjálfsmynd. Tragedían í myndinni höfðaði vel til mín, mér finnst harmleikir meira sannfærandi en happy end myndir. Ef þið kannist við orðatiltækið "win, win situation" þá er um að ræða andstæðu þess í The Departed. Er hægt að tala um "loose, loose situation" ??
Að lokum er þetta jú búið hjá okkur öllum.
Bloggar | Breytt 24.7.2007 kl. 19:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.7.2007 | 14:35
Klukkuð !
Það er búið að klukka mig og þori ég ekki öðru en að verða við klukkuninni og setja hér fram 8 staðreyndir um mig sjálfa.
Here goes:
1. Uppáhalds rithöfundurinn minn er Margareth Atwood.
2. Mér finnst nafnið Blika mjög fallegt......hefði skýrt dóttur mína þessu nafni en fjölskyldan átti einu sinni hryssu að nafni Blika .......svo það gekk ekki.
3. Mér finnst góður rjómi.......með næstum öllu og líka eintómur.
4. Um þessar mundir finnst mér fjólublátt vera afar fallegur litur.
5. Ég hef aldrei flogið í loftbelg.
6. Mig langar ekki til að eiga jeppa.
7. Ég á eftir að fara til Afríku.
8. Ég þarf ekki að vita nafn og staðsetningu á fjalli til að kunna að meta það. Eins hef ég ekki þörf fyrir að vita deili á fólki - "hverra manna" það er.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt 24.7.2007 kl. 20:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.7.2007 | 00:08
The Last King of Scotland
Eftir að hafa séð þessa mynd kemur mér ekki á óvart að Forrest Whitaker hafi fengið óskarinn fyrir leik sinn í henni. Hann er ótrúlega góður sem Idi Amin. Myndin í heild sinni er einnig alveg frábær, reyndar hef ég ekki lesið bókina sem handritið er byggt á en verð eiginlega að gera það núna. Spennan byggist upp jafnt og þétt og hápunkturinn er mjög þéttur. Reyndar verð ég að segja að þó svo að eg hefi verið mjög svekkt að missa af þessari mynd í bíó og þess vegna séð hana á DVD í gær þá er ég núna ánægð með það vegna þess að þarna er atriði sem ég hefði kannski ekki höndlað á stóra tjaldinu, og tel ég mig nú vera nokkuð sjóaða í þessum bransa (þ.e. ógeðsleg atriði í bíómyndum). En áhrif þessa atriðis eru auðvitað mjög sterk vegna þess að myndin er svo góð.
Það eru rosalega sterkar samsvaranir í þessari mynd við svo margt sem er að gerast í veröldinni í dag og spurningarnar sem vakna eru áleitnar: hvenær er maður þátttakandi í aðgerðum stjórnvalda (stjórnvöld eru margskonar: ríkisstjórnir, yfirmenn, heimilishöfuð etc.) hvar byrjar ábyrg okkar eða endar, á því sem er að gerast í þjóðfélaginu. Amin var sennilega ekki heill á geði en þó að hann sé dauður grasserar geggjunin og þeir eru nú kannski nokkrir þjóðarleiðtogarnir sem eru með allavega svona "shadow syndrome" af því sem hrjáði Amin.
Upp í hugann kemur frasi sem var vinsæll á 10. áratugnum og ég var alltaf hrifin af: Ef þú ert ekki hluti af lausninni þá ertu hluti af vandamálinu.
Þessi mynd er svona "must see" á minni plánetu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.7.2007 | 12:04
Góður í sjónum !
Benedikt kominn sex mílur frá landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2007 | 22:07
Jindabyne, kvikmynd um okkur öll
Horfði í gær á kvikmyndina Jindabyne, frá 2006 með Gabriel Byrne og Laura Linney í aðalhlutverkum.
Þetta er dramatíks mynd sem fjallar um fólk í bænum Jindabyne í New South Wales, Ástralíu. Nokkrir félagar fara í árlega veiðiferð þar sem þeir þurfa að ganga alllangt að ánni sem fiska á í. Fljótlega eftir að þeir eru komnir á áfangastað finna þeir lík stúlku í ánni. Í stað þess að fara strax til lögreglunnar, binda þeir fætur stúlkunnar við trjágrein, til þess að það fljóti ekki í burtu. Svo halda þeir áfram að veiða daginn eftir en halda svo heim og láta lögregluna vita af líkfundinum. Þegar þeir koma heim verður allt vitlaust yfir þessu, bæði eru íbúar bæjarins og einnig eiginkonur þeirra slegnar yfir því hvernig þeir meðhöndluðu líkið og að þeir skyldu bara halda veiðferðinni áfram í rólegheitum. Stewart (Gabriel Byrne) virðist ekki skilja að hann hafi gert neitt rangt, en þetta reynir mjög á konu hans (Laura Linney) og það sem henni er mikilvægt. Þetta veldur mikilli ringulreið í þeirra tilveru.
Að mínu mati fjallaði þessi mynd í raun og veru um hvað við höfum öll mismunandi afstöðu til hlutanna og hvað það getur haft dramatísk áhrif á sambönd fólks. Á þessu líkfundar-máli eru margar hliðar......eins og á öllum málum. Þetta er svona mynd þar sem maður heldur ekki með neinni persónunni.......maður getur sett sig í spor þeirra allra. Enginn hefur algjörlega rétt fyrir sér eða rangt fyrir sér. Það eru skýringar og ástæður fyrir öllu.
Lífið er ekki svart-hvítt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)