Factotum

Þessi mynd þótti mér forvitnileg í rekkanum á vídeóleigunni, þó ekki væri nema fyrir titilinn - sem mér finnst svalur.

Factotum is an old word meaning a general servant or a person having many diverse activities or responsibilities. It was made from the Latin command (imperative construction) fac totum ("do/make everything").

Þessi mynd er amerísk en samt verulega óamerísk (þó engar kommaofsóknir). Þarna er á ferð handrit gert eftir skáldsögu Charles Bukowski, þar sem hann er sagður vera að skrifa um sitt "alter-ego" nefnilega Hank Chinaski, sem Matt Dillon leikur af heilmikilli fagmennsku. Ekki hef ég samanburð við bókina en Bukowski hefur að mínu mati sans fyrir áhugaverðum titlum á bókum sínum, dæmi: Ham on Rye, Notes of a Dirty Old Man, Love is a Dog from Hell: Poems. 

Myndin fjallar um drykkfelldan rithöfund. Metnaður hans í lífinu tengist ritstörfunum og svo drykkjunni, reyndar er drykkjan sennilega ofar á lista heldur en ritstörfin. Hann á erfitt með að sjá fyrir sér og halda vinnu, uppá íslensku væri óhætt að segja að hann drekki allt frá sér. Ýmislegt dreifir einbeitingu hans,  frá ritstörfunum, aðallega þó drykkjan en einnig kvenfólk og fjárhættuspil.

Matt Dillon er góður í aðalhlutverkinu. Það kemst vel til skila að Hank Chinaski sér ekki mikinn tilgang í neinu nema þá helst að skrifa og svona rétt að halda lífi. Þetta er túlkað bæði í gegnum textann en ekki síður í gegnum látbragðið og hreyfingarnar. Göngulag og hreyfingar Hanks eru með því allra þreyttasta og kæruleysislegasta  sem sést hefur og svo er passað uppá að draga aðeins úr því hvað Dillon er myndarlegur með förðuninni (er gerður rauður og þrútinn eins og alvöru fyllibitta) og út kemur mjög sannfærandi "glataður snillingur".

Það sem er hrífandi við þessa mynd er að hún nær einhvern veginn að koma til skila hversu afstæð lífsbaráttan er. Upp í hugann kemur bloggið hans Jóhanns bloggvinar míns um hvers vegna fólk mótmælir og hvort það sé einhvers virði. Það hlýtur alltaf að vera afstætt hvað sé þess virði að eyða tíma sínum í og eins margar útgáfur af verðmætamati lífsins eins og það eru einstaklingar. Það eru nefnilega bara til kenningar um mannlegt eðli.....engar staðreyndir. Og hver hefur svo sem rétt til að dæma einn eða neinn......sá hinn sami er þá ekki kominn langt með æðruleysið.

En ef þið eruð að leita að mynd til að hressa ykkur við skulið þið ekki horfa á þessa. Melankólían hressir ekki en það er ágætis bragð af óvenjulegheitunum.

Eftir mikið sólskyn er þunglyndisleg rigning alveg ómetanleg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ertu ekki hissa, - en þessa ætla ég að sjá líka. Eins gott að ég er á leið í frí, sjúkkit. Á einhvern hátt höfðar maður sem sér takmarkaðan tilgang með lifinu og dempar þá tilfinningu með skriftum og drykkju - svo ótrúlega til mín! Kannski maður sé búinn að mynda of djúp tengsl við of margar skáldsagnapersónur, anyways, mér finnst ég geta sett mig í þessi spor.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.7.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Jú, jú.....þjáningin er svo göfug - maður elskar hana.

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 24.7.2007 kl. 23:26

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er til þjáningafíkn og sorgarfíkn segir vinur minn. Ég er öldungis ósammála öllum stimplunum - ekki síst þeim sem enda á fíkn. En það er önnur saga....og verður rædd með rauðvíni seinna meir, ef svo virkast til. 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.7.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband