6.8.2007 | 22:32
Grýla lifir.
Ég dreg ekki sannleiksgildi þessarar fréttar í efa en ég virðist aldrei detta um neinar fréttir frá Íran, eða um Íran nema í þessum dúr. Siðasta frétt sem ég sá á mbl eða í Mogganum um Íran var frétt um að dauðadómi yfir einhverju fólki hafði verið framfylgt í Íran. Það er einhver grýlu-lykt af þessu.......rússagrýla, íslamgrýla.
Umbótasinnuðu dagblaði lokað í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já nákvæmlega, fágætar jákvæðar fréttir frá Íran. Við eigum að halda að allir gangi um með lúmskar áætlanir um að yfirtaka hinn vestræna heim. Þunnur þrettándi. Það góða í stöðunni er hins vegar það að fleiri og fleiri virðast vera að sjá í gegnum þetta lyganet vestursins sem stjórnast að sjálfsögðu á fégræðgi rjómakökutoppsins. Alltaf gott og gaman að sjá fólk eins og þið láta álit sitt í ljós á þessu málefni.
Ég vill sjá myndir af brosandi börnum í Íran og foreldrum að leik við börnin sín á fallegri strönd...en það er náttúrulega óhugsanlegt þar sem ALLIR arabar eru ómanneskjulegir hryðjuverkamenn
Lárus Gabríel Guðmundsson, 6.8.2007 kl. 22:46
Takk fyrir kommentið félagi Lárus. Jú, jú....það þýðir ekki að taka strútinn á alla hluti....maður/kona verður að reyna að viðhafa gagnrýna hugsun... svona annað slagið.
Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 7.8.2007 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.