5.8.2007 | 17:01
Hard Candy
er kvikmynd sem gerð var 2006 og leikstýrð af bretanum David Slade. Titillinn er internet-slangur yfir stúlku sem er undir lögaldri.
Úps, þessi er svakaleg. Ég tók hana sem "gamla mynd" á leigunni og ætlaði svosem ekkert frekar að horfa á hana.....bara svona ef það væri tími. Jú, jú það er rigning einn morguninn í síðustu viku og ég ennþá í sumarfríi, þannig að við tengdó skelltum okkur í smá gláp. Ég hafði ekki kynnt mér efni myndarinnar þannig að það kom verulega á óvart, og við tengdó spurðum hvor aðra hvort að við þyldum þetta..... svona snemma dags.
Myndin fjallar um krúttlega unglingsstúlku sem kynnist karlkyns ljósmyndara á fertugsaldri á netinu, hittir hann svo á kaffihúsi, fer með honum heim, setur eihverja ólyfjan í drykkinn hans, sem leyfir henni að binda hann við stól og byrja að pína hann......andlega og líkamlega. Og hún pínir hann og pínir hann og pínir hann. Myndin gerist eiginlega öll heima hjá ljósmyndaranum og þau tvö eru eiginlega einu persónurnar í myndinni. Samt leiðist manni ekki.......heldur nagar neglurnar af spenningi yfir því hvernig og hvenær þessu ljúki og svona hálf- löðrungar sig yfir því að maður skuli yfir höfuð vera að horfa á þetta.
Handritið finnst mér í heild alveg brilljant og samtölin mjög góð á köflum, sem helst í hendur við frábæran leik hjá leikurunum (Patrick Wilson og Ellen Page) Hard Candy fjallar um hluti sem eru óþægilegir og flóknir. Þess vegna vekur hún margar spurningar hjá manni : Hvar dregur maður mörkin varðandi sambönd fólks ? Hvar/hvenær byrja menn akkúrat að vera "barnaníðingar" ? Er sá sem pínir barnaníðing eitthvað siðferðilega skárri en sá sem er verið að pína? Og það eru auðvitað engin skýr svör......en þau eru svosem aldrei í boði þegar um ræðir hið mannlega eða "human condition"
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Góð úttekt; sennilega dáldið brill mynd. Ég veit ekki hvort ég treysti mér í hana. Er með "Voksne mennesker" af safninu og ætla að reyna að sjá hana.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.8.2007 kl. 21:56
Ég hef nokkrum sinnum tekið hana upp og lesið aftan á hulstrið þegar ég fer á leiguna..en skortir kjarkinn til að horfa. Þoli illa svona pyndingar og miskunnarleysi.....en er samt svo forvitin um margbreytilega mannlegs eðlis. Alveg ágætt að lesa bara hjá þér..
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.8.2007 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.