21.7.2007 | 14:06
The Departed
Martin Scorsese hefur gert margar góðar myndir en þessi er sú sem höfðar mest til mín. Mér fannst reyndar athygli vert að lesa það einhversstaðar að þetta væri "strákamynd". Það er gott að vera tengd sinni karllægu hlið jafnt og sinni kvenlægu, því að mér finnst þær myndir sem oft eru flokkaðar sem "stelpumyndir" líka oft bæði skemmtilegar og vitrænar.
Aðalleikarar í The Departed eru Leonardo DiCaprio, Jack Nicholson, Matt Damon og með þeim eru svo nokkrir úrvalsleikarar sem hjálpa til að gera úr þessu mjög góða ræmu. Ég sé engan tilgang í því að rekja söguþráð myndarinnar hér en hún fjallar um glæpona og löggur sem allir eru að reyna að ná í skottið á hvor öðrum, þið verðið bara að sjá myndina. Reyndar er þetta endurgerð á Hong Kong myndinni Internal Affairs frá 2002 (leikstjórar Andrew Lau og Alan Mak) , en hana hef ég ekki séð og hef því ekki samanburðinn.
Atburðarásin mynnir á klassískan harmleik eða sögu úr grískri goðafræði og getur að mínu mati kallast dæmisaga - það er allavega alveg hægt að taka þann pól. Þetta getur allavega verið klassísk saga sem hefur verið sögð milljón sinnum og fær mann til að hugsa um uppruna, tryggð, traust/vantraust og tilgang lífsins etc. Að fjalla um þessa hluti í svona löggumynd þar sem allir eru rosa ófullkomnir og mannlegir er mjög flott. Tvær af aðalpersónum myndarinnar lifa tvöföldu lífi og gengur það mjög nærri þeim og ruglar þá í ríminu. Út frá því getur maður spurt sig hvort að til sé nokkurt líf sem sé einfalt (þ.e. ekki tvöfalt) og hvort til sé einhver "rétt" sjálfsmynd. Tragedían í myndinni höfðaði vel til mín, mér finnst harmleikir meira sannfærandi en happy end myndir. Ef þið kannist við orðatiltækið "win, win situation" þá er um að ræða andstæðu þess í The Departed. Er hægt að tala um "loose, loose situation" ??
Að lokum er þetta jú búið hjá okkur öllum.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 24.7.2007 kl. 19:41 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir ábendingar á góðum kvikmyndum..og fíu bloggi. Ég mæli með Gestabo Babettu og Bagdad café....alveg eldgamlar en hverf mér einhverra hluta alls ekki úr mynni. Er ekki örugglega y í mynni..komið að orðinu að muna??
´tlaði að gera athugasemd við mannfræðinga bloggið en þar er tíminn útrunninn....en þar var margt mjög áhugavert!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 00:33
Afsakaðu stafsetningarvillurnar..núna vanda ég mig mjög að skrifa...agalegt að geta ekki leiðrétt eftirá það sem maður sendir frá sér. Það hvarflar aldrei að mér að ég skrifi vitleysur fyrr en ég les þær svart á hvítu. Mannfræðingurinn myndi örugglega lesa einhverskonar atferli úr því framferði hjá mér?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.7.2007 kl. 00:34
Takk fyrir kommentin Katrín. Ég er sammála þér með Babettu og Bagdad Café. Þessar tvær eru mjög góðar og eldast því vel.
Stafsetningarvillur trufla mig ekki, það er innihaldið sem máli skiptir.
Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 24.7.2007 kl. 13:48
Frú Þorbjörg, þú ert að verða minn aðalkvikmyndaspekúlantsráðleggjari. Þessa verð ég að sjá, þar sem þú mælir með henni. Hafði annars ekki hátt álit á henni. Hinar sem þú hefur bent mér á hafa verið alger snilld.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.7.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.