Jindabyne, kvikmynd um okkur öll

Horfði í gær á kvikmyndina Jindabyne, frá 2006 með Gabriel Byrne og Laura Linney í aðalhlutverkum.

Þetta er dramatíks mynd sem fjallar um fólk í bænum Jindabyne í New South Wales, Ástralíu. Nokkrir félagar fara í árlega veiðiferð þar sem þeir þurfa að ganga alllangt að ánni sem fiska á í. Fljótlega eftir að þeir eru komnir á áfangastað finna þeir lík stúlku í ánni. Í stað þess að fara strax til lögreglunnar, binda þeir fætur stúlkunnar við trjágrein, til þess að það fljóti ekki í burtu. Svo halda þeir áfram að veiða daginn eftir en halda svo heim og láta lögregluna vita af líkfundinum. Þegar þeir koma heim verður allt vitlaust yfir þessu, bæði eru íbúar bæjarins og einnig eiginkonur þeirra slegnar yfir því hvernig þeir meðhöndluðu líkið og að þeir skyldu bara halda veiðferðinni áfram í rólegheitum.  Stewart (Gabriel Byrne) virðist ekki skilja að hann hafi gert neitt rangt, en þetta reynir mjög á konu hans (Laura Linney) og það sem henni  er mikilvægt. Þetta veldur mikilli ringulreið í þeirra tilveru.

Að mínu mati fjallaði þessi mynd í raun og veru um hvað við höfum öll mismunandi afstöðu til hlutanna og hvað það getur haft dramatísk áhrif á sambönd fólks.  Á þessu líkfundar-máli eru margar hliðar......eins og á öllum málum. Þetta er svona  mynd þar sem maður heldur ekki með neinni persónunni.......maður getur sett sig í spor þeirra allra. Enginn hefur algjörlega rétt fyrir sér eða rangt fyrir sér.  Það eru skýringar og ástæður fyrir öllu.

 Lífið er ekki svart-hvítt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ætla líka að sjá þessa. sé allt sem þú mælir með... Er komin með Little children, en á eftir að horfa. Hefurðu séð Babel? Kíktu á hana!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.6.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Já, búin að sjá Babel, var mjög ánægð með hana, fannst hún góð á svo mörgum plönum; handritið frábært, leikurinn góður og svo var lúkkið og ambíansinn algjörlega til að undirstrika skilaboðin í myndinni.

Gaman að við séum með svipaðann kvikmyndasmekk  - mun líka sjá allt sem þú mælir með.

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 26.6.2007 kl. 09:58

3 identicon

Var að finna þig í bloggheimum og varð að smella á þig kveðju Hafðu það nú sem best í fríinu og knús á liðið í Rósenborg! Sakna ykkar oft...

Halla (IP-tala skráð) 6.7.2007 kl. 13:50

4 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Takk Halla mín, við söknum þín líka.  Vertu í bandi !

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 8.7.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband