Ég sem trjátegund

Hvort sem við erum tilbúin að viðurkenna það eða ekki þá höfum við öll gríðarlegan áhuga á því hvernig aðrir sjá okkur. Augljóslega notum við afar misjafnar aðferðir til að komast að því hvernig við komum öðrum fyrir sjónir og oftast fáum við einhverja vitneskju um þetta þegar við erum alls ekki að leita eftir henni.....við drögum ályktanir af hegðun annara og ákveðum útfrá því hvernig við komum þeim fyrir sjónir.

En það er líka hægt að ástunda ýmsar æfingar sem hafa það að markmiði að kanna þessa hluti. Ég tók eina slíka um daginn. Þetta er leikur sem gengur út á það að reyna að þekkja einhverja manneskju útfrá því hvernig aðrir lýsa henni sem einhverju fyrirbæri. Sá sem "er hann" yfirgefur hópinn á meðan hinir ákveða hverjum á að lýsa. Svo fær hann að spyrja hópinn spurninga til að reyna að komast að því hverjum er verið að lýsa. Þetta geta verið spurningar eins og:  ef hún (manneskjan) væri tölvuleikur, hvaða leikur væri hún ?  hvaða trjátegund er hún ?  ef hún væri garður, hvernig væri sá garður ?   Og svörin geta verið:  ef hún væri tölvuleikur væri hún "GrandTheftAuto" vegna þess að hún er agressíf, lævís og nær sinu fram með ofbeldi og yfirgangi.  Hún er íslenskt birki vegna þess að hún er falleg, mjúk að innan og þrífst í köldu loftslagi. Ef hún væri garður væri hún japanskur garður þar sem alltaf er núna í blóma, en þarfnast mikils viðhalds og vinnu til að geta verið svona fallegur.

Ég mæli með þessum leik, en Þeir sem taka þátt í svona leik þurfa að þekkjast vel og ekki gleyma að aðgát skal höfð í nærveru sálar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hljómar sem skemmtilegur leikur! bið að heilsa öllum, kv. Ilmur og Ágúst.

ilmur dögg Gísladóttir (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Pant´fara í þennan leik með þér einhvern tímann! Velkomin á bloggið, mín kæra kona. Ég bið auðmjúklega um að verða bloggvinur þinn. Kveðjur af bryggjunni...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.5.2007 kl. 22:13

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

PS:  Gleymdi: Hvaða tjátengund heldurðu að ég myndi vera og af hverju....??? (Hehehehe, Narcissismus alltaf samur við ig...)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.5.2007 kl. 22:19

4 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Guðný Anna darling, bíð þig velkomna, með lotningu, sem bloggvin minn.

Ætli þú sért ekki bara íslenskt birki, vegna þess að það er harðgert, aðlagar sig aðstæðum, sáir sér sjálft (sem hjálpar til að vernda landið/jarðveginn), er einstaklega gott sem krydd......og ég segi nú bara hvernig mynd hefðum við af Íslandi ef að ekki væri neitt birki.......frekar berangurslegt......og sennilega hefðu landnámsmenninrnir bara silgt framhjá ef ekki væri fyrir birkið.

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 29.5.2007 kl. 08:44

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Takk, krúttið mitt.  Og fyrir þessu bráðfallegu ummæli...hahaha! Má ég ekki birta þetta á síðunni minni? Assgoti sem þú ert góð.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.5.2007 kl. 12:24

6 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Jú, jú.....þú mátt birta þetta.

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 30.5.2007 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband