24.9.2007 | 22:49
Víða er valtað yfir mann/konu.
Mér var dálítið misboðið í gær þegar ég brá mér í bíó n.t.t. í Sambíó. Búið var að færa miðasöluna úr hinu hefðbundna miðasölu-boxi og yfir í sælgætissjoppuna, þannig að versla sér miða tekur mikið lengri tíma nú en áður. Þetta hlýtur að vera gert til þess að spara starfskrafta, s.s. borga minni laun. Það er ekki hleypt inní bíósalinn fyrr en kl. 8 (myndin er auglýst sýnd kl. 8) sem einnig hlýtur að vera gert til að samnýta starfskrafta og þ.a.l. borga minni laun. Sýningarsalurinn var heldur subbulegri í gær heldur en fyrir 2 vikum þegar ég fór síðast í bíó. Þrátt fyrir teppi á gólfum liggur við að maður límist við gólfið í hverju spori vegna storknaðra gos-polla. Þegar maður er loks sestur í sætið, lafmóður eftir að hafa drifið sig svo rosalega við kaup á miða og poppi og kóki í tæka tíð, þá er bara dritað yfir mann auglýsingum næstu 5-7 mínúturnar og poppið búið þegar myndin sjálf byrjar. Og allt snýst þetta sennilega um peninga.....að græða meira.
Persónulega held ég að Árni Samúelsson, eða sá sem á Sambíóin núna, sé alveg nógu ríkur. Ég vil hækka standardinn á umgjörðinni um þetta mjög svo merkilega og menningarlega fyribæri : að fara í bíó. Mér finnst nær að röfla um þetta hér á netinu heldur en vera hundfúl við þessar 15 ára gömlu stelpur sem vinna í bíóunum.....og hananú.
Athugasemdir
Segjum tvær. Það er alltof subbuleg umgjörð um slíka merkis - og menningarviðburði sem sýning kvikmyndar getur verið.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.9.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.