Fordómar eða

Það er umhugunarvert að heyra A. Hirsi Ali tala um hvernig vesturlandabúar viti ekki og kunni ekki að meta það hvað þeir hafa það gott í vestræna frelsinu. Að þeir hafi enga reynslu af ófrjálsum samfélögum. Þetta er kannski satt en eigum við þá að reyna að hugsa og haga okkur eins og við séum þakklát fyrir það sem við höfum.....með kannski meiri undigefni eða ? Tal hennar bítur í skottið á sér þ.e. í lofsöngnum um frelsið á vesturlöndum talar hún um að það verði að setja innflytjendum skorður og fræða þá um vestræn gildi, án þess þó að þeir þurfi að verða sammála þessum gildum. Samt á að gæta þess að ekkert sé ritskoðað.

En svo er þetta kannski  bara dæmi um að glöggt sé gests augað......og ég bara eitthvað úrill ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Hæ Þorbjörg, ég var einmitt að fjalla um þjóðarsálina okkar á mínu bloggi. Við kunnum ekkert að meta frelsið og lífsgæðin sem að við búum við hérlendis, Ef vi'ð lítum til mannkynssögunar þá ættum við að læra það að sofna ekki á verðinum. Þjóðir hafa auðveldlega glatað sjálfstæði sínu og lífsgæðum, og ég er innilega sammála varnaðarorðum  A. Hirsi Ali 

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.9.2007 kl. 14:11

2 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Já, ég er sammála þér Guðrún um það að þjóðum ber að vera vakandi. En sjálfstæðið og lífsgæðin eru alltaf svo afstæð og margar hliðar á málum. Svo finnst mér það alltaf áhugavert að velta því fyrir sér hvað mótar afstöðu manns/konu s.s. lífsreynsla, menning, sjálfsmynd og milljón aðrir hlutir.

Afstaða sem mótuð er af því að þekkja ekkert nema frelsi og lífsgæði vegur jafn þungt og hin sem er mótuð af því að þekkja vel til kúgunar og skorts á lífsgæðum.

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 24.9.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband