7.9.2007 | 16:15
Líf annarra - Das Leben der Anderen
Sá þessa snilldarmynd í umdaginn og fannst hún ein sú allrabesta sem ég hef séð á árinu eða lengur.
Myndin gerist í fyrrum austur þýskalandi og fjallar um líf nokkurra listamanna og nokkurra starfsmanna austur þýsku leyniþjónustunnar; Stasi, snemma á níunda áratug síðustu aldar. Listamennirnir eru ofsóttir af leyniþjónustunni og yfirvöldum og líf Stasi-mannanna virðist ganga út á völd og að klifra upp metorðastigann innan flokksins með öllum tiltækum ráðum. Menn eru hleraðir út um allt og ráðskast er með fólk á sjúklegum nótum í öðru hverju húsi. Atburðarásin verður fljótlega mjög spennandi og grátbrosleg. Aðstæður eru orðnar þannig í þessari paranoju þarna að reyni menn að gera eitthvað af viti s.s. hjálpa fórnarlömbum hlerana og ofsókna þá snýst það í höndunum á þeim með ótrúlegum en þó lógískum hætti. Þetta er orðið svo sjúklegt að það eina sem getur breytt einhverju er að stokka uppá nýtt, og sú uppstokkun reyndist vera fall Berlínarmúrsins og upplausn kommúísmans í Evrópu.
Það er nú ekki erfitt að yfirfæra svona ferli yfir á svo margt í lífi fólks.........uppstokkunar er víða þörf....eða eins og maðurinn sagði "Kleppur er víða"
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Athugasemdir
Við erum nú saman í leshring svo mig langar að hafa þig með bloggvinum mínum.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.9.2007 kl. 17:56
Kleppur er víða
Marta B Helgadóttir, 10.9.2007 kl. 09:28
Verð að sjá þessa og mun gera það, eins og allar sem þú mælir með. Af hverju finnst mér ég hafa lesið þessa bók, eða bók um þetta efni....? Rifja upp, rifja upp....Love norður yfir heiðar.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.9.2007 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.