Vanillu- heilkenni

 Þeir sem eru haldnir heilkenninu "hef aldrei lent í neinu" eru hér með kallaðir "vanillur".  Þetta ákváðum við í vinnunni í dag.

Sem sagt ef þú hefur átt bara svona uppbyggilega og hamingjusama barnæsku, aldrei upplifað stríðsástand, aldrei misst fjölskyldumeðlim fyrir aldur fram, aldrei verið í dópi, ekki lent í skilnaði eða yfirhöfðu neinu veseni sem gæti verið skemmandi þá ertu "vanilla".

Í umfjölluninni um Lúkasar-málið kom líka fram einn góður frasi yfir svipaðan hlut;  sá sem er "vanilla" gæti líka verið "alinn upp á þurrmat".

............af því mér finnst gaman af svona niðursoðnum  málfarspælingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ég er súkkulaði ...

Eva Þorsteinsdóttir, 17.8.2007 kl. 23:58

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þorbjörg ertu til í að senda mér netfangið þitt vegna leshringsins. martahelga@gmail.com  Takk. Kv.Marta

Marta B Helgadóttir, 18.8.2007 kl. 14:01

3 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

netfangið mitt:   thorbjorg@akureyri.is

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 18.8.2007 kl. 18:32

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Haahahaha, góð pæling....Upgrade your email with 1000's of emoticon icons
 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 19.8.2007 kl. 01:58

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

 Skemmtilegt

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 19.8.2007 kl. 12:07

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sæl. Mig vantar að fá sendan frá þér bókartitil vegna leshringsins. Kveðja, Marta

Marta B Helgadóttir, 20.8.2007 kl. 11:58

7 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skemmtileg pæling. Og fyrirgefðu, tvisvar er ég búin að koma hérna á hlaupum án þess að svara.

Ég er líklega bakað marzipan, harður skrápur en lungamjúkt og sætt að innan

Marta B Helgadóttir, 30.8.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband