Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.9.2007 | 13:35
Fordómar eða
Það er umhugunarvert að heyra A. Hirsi Ali tala um hvernig vesturlandabúar viti ekki og kunni ekki að meta það hvað þeir hafa það gott í vestræna frelsinu. Að þeir hafi enga reynslu af ófrjálsum samfélögum. Þetta er kannski satt en eigum við þá að reyna að hugsa og haga okkur eins og við séum þakklát fyrir það sem við höfum.....með kannski meiri undigefni eða ? Tal hennar bítur í skottið á sér þ.e. í lofsöngnum um frelsið á vesturlöndum talar hún um að það verði að setja innflytjendum skorður og fræða þá um vestræn gildi, án þess þó að þeir þurfi að verða sammála þessum gildum. Samt á að gæta þess að ekkert sé ritskoðað.
En svo er þetta kannski bara dæmi um að glöggt sé gests augað......og ég bara eitthvað úrill ?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)