Viðbrögð við gagnrýni verð gagnrýni ?

Það vakti athygli mína í Kastljósi í kvöld að vegamálastjóri fór ekki í vörn og þrætti ekki fyrir þau mistök sem hans stofnun virðist hafa gert varðandi Grímseyjarferjuna. Hann sagðist bera ábyrgðina og ætla að taka tillit til þeirra alvarlegu athugasemda sem komu fram í skýrslu um málið.

Athygli mín var vakin vegna þess að það er svo langt síðan ég hef heyrt einhvern embætttismann, eða nokkurn mann með völd tala svona. Það sem maður er vanur er að það er farið í vörn, stokkið íniðrí  skotgrafir; hótað málsókn eða krafist rannsókna þegar einhver leyfir sér að gagnrýna hlutina. Mér dettur í hug dæmi s.s.  þegar neytendasamtökin könnuðu verðlagninguna hjá Bónus og fleirum eða þegar einhver leyfir sér að gagnrýna verk Björns Bjarnasonar....

.....bara svona pæling.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já ég tók eftir þessu líka og verð að viðurkenna að hann fékk einn plús hjá mér enn mínusarnir eru bara svo margir áður að það dugði skammt.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 14.8.2007 kl. 20:44

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, ég fæ alltaf endurnýjaða trú á mannkynið, þegar einhver viðurkennir mistök og fer ekki í vörn i svona málum. Andstæðan er nefnilega hið viðtekna og venjulega.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.8.2007 kl. 23:15

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Og hann Guðmundur Heiðar áðan í RÚV um framúrkeyrslu HA, sjá mína færslu í dag.

Annars mun Vegagerðin hafa verið afar vel rekin, auðvitað ekki yfir gagnrýni hafin, en það er kannski þess vegna sem vegamálastjóri er ekkert feiminn við að viðurkenna mistök. Annars heyrist mér nú að þetta sé ráðuneytinu að kenna, en auðvitað er Sturla, fv. ráðherra alsaklaus, að eigin sögn.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.8.2007 kl. 18:59

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Nú vil eg helst bergmála það sem Högni segir - alveg.

Marta B Helgadóttir, 16.8.2007 kl. 23:09

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Þetta Grímseyjarferjumál , minni dálítið mikið á gömlu bresku þættina -- Já Ráðherra

Halldór Sigurðsson, 17.8.2007 kl. 20:53

6 Smámynd: Þorbjörg Ásgeirsdóttir

Jú ...... maður/kona skilur nú margt mikið betur eftir að hafa horft á þá þætti.

Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 17.8.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband